Frábærir vinnustaðir 2024
apr. 21, 2024

Great Place To Work hefur gefið út nýjan topplista yfir frábæra vinnustaði á Íslandi, bæði meðal stórra og lítilla fyrirtækja. GPTW er alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu og hefur gefið út topplista yfir bestu fyrirtæki landsins undanfarin fjögur ár. CCP er í efsta sæti yfir stór fyrirtæki hjá GPTW, AÞ Þrif er í öðru sæti og í því þriðja er DHL. Smitten er í efsta sæti yfir lítil fyrirtæki, Kolibri er í öðru sæti og Sahara í því þriðja, eins og kemur fram í tilkynningu.


,,Ég er mjög ánægð með hvernig Great Place To Work hefur verið að festa sig í sessi hér á landi. Sumir viðskiptavina okkar eru á öðru, þriðja eða jafnvel fjórða ári í samstarfi með okkur og það er dásamlegt að fræðast um hvernig þeir nota gögnin úr könnunarniðurstöðum sínum til að bæta vinnustaðinn fyrir starfsfólkið sitt,“ segir Ingibjörg Ýr Kalatschan, viðskiptastjóri Great Place to Work á Íslandi. Fyrirtækið veit­ir ít­ar­lega inn­sýn byggða á gögn­um úr svör­um starfs­fólks­ fyrirtækja sem sýna á hvaða sviðum er verið að gera góða hluti og hvar er þörf á að bæta úr.


,,Það sem við bjóðum upp á er meira en bara merki, það er sértæk innsýn í fyrirtæki sem sýnir nákvæmlega hvernig á að hafa sem mest áhrif á líðan starfsmanna þess. Það sem viðskiptavinir okkar hafa deilt með okkur er ávinningurinn af því að fylgjast með framförum sínum ár eftir ár og árangurinn sem þeir hafa séð hjá sínu fólki í kjölfarið, eins og auknar ráðningar, meiri skuldbindingu og meira stolt af vinnustað sínum.


Að gera vinnustaðamenninguna að mikilvægum hluta af vörumerki fyrirtækis er eitthvað sem vottun okkar hjálpar til við og aðgreinir mannauð sem mikilvægan þátt í vexti þess. Við eigum enn meira í vændum fyrir árið 2024 og inn í 2025 líka.


Framtíðin er björt fyrir Great Place To Work á Íslandi og ótrúlega viðskiptavini okkar,“ segir Ingibjörg.

Nánar
Eftir CLAIRE HASTWELL 13 Oct, 2023
Fyrir mannauðsstjóra er fátt sem er jafn stór rós í hnappagatið og að hljóta vottun Great Place To Work™ . Það sýnir bæði inn á við og út á við að þeir hafa skapað fyrirtækjamenningu sem starfsmenn elska. En vottun er meira en bara glansandi merki. Þarftu að sannfæra yfirmanninn þinn? Við erum til staðar og tilbúin til að ráðleggja þér hvernig þú getur komið fyrirtækjamenningu þíns fyrirtækis á kortið. 1. Fáðu hæfasta starfsfólkið til starfa og auktu samþykktir atvinnutilboða
11 Aug, 2023
Það sem sérhver stofnun getur gert í dag – innbyrðis og ytra – til að styðja hinsegin starfsmenn.
Eftir Shalagh Fredericks 27 Jul, 2023
Innan við ár fór xDesign upp um meira en 30 sæti yfir í 1. sæti í Bretlandi sem besti vinnustaður fyrir vellíðan™ (Stór stærðarflokkur). Hér að neðan deilum við nokkrum af lykilþáttum starfsreynslu þeirra sem hjálpuðu til við að hækka stig þeirra til að ná þessum ótrúlega árangri. Fyrirtækið
Eftir Shalagh Fredericks 23 May, 2023
Vottun veitir fyrirtækjum ráðningarforskot með því að hjálpa frábærum vinnustöðum að laða að fleiri umsækjendur og stytta tímann sem það tekur að ráða í stöður en óviðurkenndir vinnuveitendur. Við ræddum nýlega við Jenny Temenu, starfsmannastjóra hjá Ayming UK, til að komast að því hvernig fyrirtækið hefur tekið upp Great Place To Work viðurkenningu sína í ráðningum sínum. Fyrirtækið
Show More
Share by: