Alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu

Great Place to Work® býður upp á einfalda leið til að kanna starfsánægju, finna leiðir til úrbóta og að fá viðurkenningu fyrir frábæra vinnustaðamenningu

"Virði þessarar viðurkenningar hefur sýnt sig í ráðningarmálum okkar, starfsúthaldi og trúverðugleika okkar meðal viðskiptavina og samstarfsaðila"

"Viðmiðunargögnin úr Traustsvísitölunni hafa verið okkur ómetanleg. Þau hjálpa okkur að sýna hvar við skörum fram úr, hvar við erum samkeppnishæf og hvar við þurfum að bæta okkur og þetta vísar okkur veginn til úrbóta."

"Að taka þátt í Great Place to Work viðurkenningakerfinu hefur jákvæð áhrif á vörumerkjavitund okkar á heimsvísu. Það veitir okkur samkeppnisforskot og eykur trúverðugleika okkar meðal viðskiptavina, birgja, fjárfesta og hluthafa."

"Samstarf okkar við Great Place to Work hefur gjörbreytt vinnustaðamenningunni og mannauðsmálum okkar hjá GoDaddy. Sú innsýn sem við höfum fengið úr Traustsvísitölunni (e. Trust Index Survey) og Menningarúttektinni (e. Culture Audit) hafa hjálpað okkur að finna bæði veikleika og dulda styrkleika."

Leiðandi fyrirtæki reiða sig á Great Place to Work

Þess vegna erum við í fararbroddi

Tækni sem byggir á rannsóknum

Great Place to Work® er eini aðilinn sem býður upp á starfsmannakannanir sem byggja á 30 ára rannsóknum og gögnum þannig að ágiskanir um bætta vinnustaðamenningu heyri sögunni til.

Öflugasta viðurkenning sinnar tegundar

Fáðu viðurkenningu innanlands og alþjóðlega sem Frábær vinnustaður (e. Great Place to Work®) og pláss á innlendum og alþjóðlegum listum okkar yfir bestu vinnustaðina.

Viðmið og innsýn frá þeim bestu

Óviðjafnanleg viðmiðunargögn og fyrirmyndir frá leiðandi fyrirtækjum í heiminum.

Aðferðir sem hafa sannað gildi sitt

Trust Index©️ Survey er fyllt út af milljónum starfsmanna árlega og Great Place to Work®️ Trust Model©️ hefur verið nýtt við rannsóknir á vinnustaðamenningu áratugum saman.

Rannsóknir í áratugi

30 ára reynsla í rannsóknum og ráðgjöf um vinnustaðamenningu.

Við stöndum við orð okkar

Við erum framtakssamt fólk hjá metnaðargjörnu fyrirtæki. Við vitum hvað þarf til því við lifum og hrærumst í þessum veruleika.