Frábærir vinnustaðir™
2022
Öll fyrirtæki með yfir 10 starfsmenn eru gjaldgeng til þess að fá viðurkenningu og það besta við þessar viðurkenningar er að þær eru algjörlega háðar endurgjöf starfsfólks. Það er einfaldlega starfsfólkið sem sker úr um hvort fyrirtæki er frábær vinnustaður.
Svona veljum við Frábæra vinnustaði™
Frábærir vinnustaðir™ 2022 er viðurkenning fyrir öflugustu fyrirtækin sem styðja starfsfólk sitt og samfélög á Íslandi á þessu sögulega krefjandi ári.
Great Place to Work gerði starfsmannakannanir um þætti á borð við hve áreiðanleg, umhyggjurík og sanngjörn fyrirtæki eru þegar á reynir; líkamlega, andlega og fjárhagslega heilsu starfsfólks; og áhrif fyrirtækisins í samfélaginu almennt.
Sérstök áhersla var lögð á hvernig reynsla starfsmanna var breytileg eftir ábyrgðarsviði, kyni, kynþætti, launum og öðrum þáttum til þess að sýna fram á að fyrirtækið væri að skapa frábæran vinnustað fyrir alla.
Í ár var einkunn hvers fyrirtækis og þar með vægisröðun byggð eingöngu á nafnlausum svörum starfsfólks.
Frábærir vinnustaðir™ 2022
Fáðu viðurkenningu fyrir frábæran vinnustað
Komdu einstakri vinnustaðamenningu þinni á framfæri við heiminn
Fyrirtæki sem vilja komast á listann yfir Frábæra vinnustaði™ byrja á því að fá vottun Great Place to Work™. Í vottunarferlinu söfnum við endurgjöf starfsfólks og upplýsingum um aðferðir og stefnu sem aðgreina þinn vinnustað frá öðrum.
Hvernig getum
við aðstoðað?
Láttu okkur vita hvernig við getum aðstoðað og við höfum samband um hæl. Eða hringdu í okkur í +44 (0)203 883 1240.
Við svörum frá skrifstofu okkar í Bretlandi á meðan við söfnum liði á Íslandi.
Við viljum heyra frá þér.
Fylltu inn eftirfarandi upplýsingar og við munum hafa samband um hæl.