Frábær vinnustaður fyrir konur 2024 (TM)

Fyrirtæki með jafnt kynjahlutfall skilar betri fjárhagslegri afkomu

Við trúum því að einsleitni leiði til stöðnunar, en fjölbreytileiki til sköpunar. 

Fjölbreytileiki starfsmannahópsins í skapandi atvinnugrein eins og okkar er mjög mikilvægur og hefur áhrif á það hvernig við vinnum saman, hvernig tölvuleiki við hönnum, hvernig vinnustaðamenningu við kjósum og hvernig samband við eigum við viðskiptavini og samstarfsaðila okkar hvaðanæva úr heiminm.


Við trúum því að einsleitni leiði til stöðnunar, en fjölbreytileiki til sköpunar. Þess vegna leggjum við okkur fram um að skapa sveigjanlegan, sanngjarnan en skemmtilegan vinnustað þar sem öllum líður vel. Við leitumst við að allir starfsmenn fái notið hæfileika sinna sín í starfi, fái að glíma við skemmtileg en stundum erfið verkefni og njóta launa og framgangs í starfi án tillits til kyns, þjóðernis, eða annarra þátta sem alla jafna aðgreina fólk. Þar að auki mælist hvorki kynbundinn né þjóðernis-tengdur launamunur hjá CCP. 


Þetta hefur nú skilað okkur þeim árangri að konur hjá CCP telja að fyrirtækið uppfylli þau viðmið sem GPTW gerir um góðan vinnustað fyrir konur. Við erum sannfærð um að það sem er gott fyrir konur sé gott fyrir alla og tökum mjög stolt og glöð við tilnefningunni, ákveðin í því að gera góðan vinnustað enn betri.

 

Erna Arnardóttir: VP of People hjá CCP

Share by: