
Um Þjónustu- og nýsköpunarsvið
Þjónustu- og nýsköpunarsvið tók til starfa 1. júní 2019 og er eitt af þremur kjarnasviðum Reykjavíkurborgar. Sviðið ber ábyrgð á upplýsingatækni og gagnastýringu Reykjavíkurborgar, þjónustuumbreytingu, innri nýsköpun og tæknilegum umbótum ásamt þjónustu á því sviði. Einnig ábyrgð á samræmingu í framlínuþjónustu, rekstri stjórnsýslubygginga og stjórn skjalamála, þ.m.t. langtímavarðveislu. Sviðið sinnir þannig fjölbreyttum verkefnum þvert á borgarkerfið og leiðir innleiðingu á þjónustustefnu Reykjavíkurborgar, en alla þjónustu borgarinnar á að skipuleggja út frá þörfum notenda.
Þjónustu- og nýsköpunarsvið er fyrsta flokks vinnustaður þar sem góð liðsheild og virðing einkennir menninguna. Lögð er rík áhersla á traust, teymisstarf, mikilvægi þess að hlusta og vera sífellt að læra hvort af öðru. Verkefnin eru krefjandi og skemmtileg og enn betra er að þau stuðla að því að einfalda og bæta líf íbúa og starfsfólks borgarinnar.
Starfsfólkið skiptir
okkur öllu máli
Við erum mjög stolt að því að hljóta viðurkenninguna Frábær vinnustaður árið 2024 frá Great Place To Work. Undanfarin ár höfum við stöðugt unnið að því að gera starfsstaðinn framúrskarandi og viðurkenningin hvetur okkur enn frekar áfram á þessari vegferð. Við störfum að miklu leyti í tæknigeiranum og leitum stöðugt að frábæru starfsfólki og því er svona viðurkenning mikilvæg, því hún gefur upplýsingar um líðan og upplifun starfsfólksins sem hér starfar. Að hafa þekkta, alþjóðlega vottun skiptir þannig bæði núverandi og tilvonandi starfsfólk máli þegar það velur sér vinnustað.
Óskar J. Sandholt, sviðsstjóri Þjónustu- og nýsköpunarsviðs