
Staðsetning | Reykjavik |
Stofnað | 2006 |
Starfsmenn | 250 |
Heimasíða | https://ath-thrif.is/ |
Um AÞ-Þrif
AÞ-Þrif ehf er ræstingarfyrirtæki sem formlega tók til starfa í júlí 2006. Fyrirtækið býður upp á alhliða þjónustu þegar kemur að þrifum fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Daglega þrífum við tugþúsundir fermetra hjá viðskiptavinum okkar, allt frá litlum skrifstofum upp í stórar verslanir og skóla.
Gæðaþjónusta með þjálfaðri starfsmönnum
Við leggjum áherslu á að hafa vel þjálfað starfsfólk, öflugt gæðaeftirlit og persónulega þjónustu. AÞ-Þrif er með svansvottun en Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Starfsmenn AÞ-Þrif búa að mikilli þekkingu og reynslu til að takast á við krefjandi verkefni þar sem snör og vönduð vinnubrögð skipta öllu máli. Sérverkefna deild okkar bíður einnig upp á gólfþrif, gluggaþvott, sigvinnu, mygluhreinsun, meindýravarnir, flutningsþrif og fleira.
Taktu þátt í liðinu
AÞ-Þrif er eitt öflugasta ræstingarfyrirtækjum landsins með um 250 starfsmenn og býður upp á almenna og sérhæfða þjónustu þegar kemur að þrifum fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. AÞ-Þrif er vaxandi fyrirtæki og við erum sífellt að leita að fleira fólki til að bætast í starfsmannahópinn.