Frábærir vinnustaðir fyrir konur 2025™
6. mars 2025

Great Place to Work hefur birt nýjan lista yfir Frábæra vinnustaði fyrir konur™ á Íslandi. Listinn inniheldur fyrirtæki sem vilja tryggja eðlilegt jafnvægi milli kvenna og karla á öllum sviðum; ryðja úr vegi hindrunum fyrir þróun kvenna í starfi og skapa vinnuumhverfi þar sem allt starfsfólk, óháð kyni, getur blómstrað.


Great Place to Work er alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu, sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að búa til einstaka, afkastamikla vinnustaði þar sem starfsfólki finnst því vera treyst og metið að verðleikum.


Það að fyrirtæki skulum vera á þessum einstaka lista er opinber viðurkenning á þeirri einurð sem þau hafa sýnt við að skapa stöðuga og jákvæða upplifun starfsfólks og hlúa að menningu sem knýr viðskipti, eykur lífsgæði og bætir samfélagið


AÞ-Þrif er í efsta sæti hjá GPTW yfir fyrirtæki með 100 starfsmenn og fleiri. Þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar kemur í fyrsta skipti inn á listann og er í öðru sæti. A4, CCP, BYKO og DHL Express eru í næstu sætum. Kvennaathvarfið er í efsta sæti yfir fyrirtæki með færri en 100 starfsmenn og Stokkur Software er í öðru sæti. Smitten, Planet Youth, Orkan, og Sahara koma þar á eftir.


Til að setja saman listann yfir
Frábæra vinnustaði fyrir konur™ á Íslandi, fór Great Place To Work® í að greina nafnlaus svör kvenna á vinnustaðnum og leggja mat á daglega upplifun þeirra af nýsköpun, gildum fyrirtækisins og skilvirkni þeirra yfirmanna, til að tryggja einnig að upplifun þeirra væri með samræmdum hætti. 


Þau notuðu síðan þessa gagnainnsýn til að bera starfsmannaáherslur fyrirtækisins saman við þá vinnustaðamenningu sem starfsfólkið okkar upplifir í raun. Aðeins þau fyrirtæki og stofnanir sem fá hæstu einkunnir eftir matið hljóta útnefningu meðal Frábærra vinnustaða™.


Benedict Gautrey, framkvæmdastjóri Great Place To Work á Íslandi segir: „Vinnustaðir eru aðeins frábærir ef þeir eru frábærir fyrir allt starfsfólkið. Í sjö ár hefur listi yfir Frábæra vinnustaði fyrir konur™ á Íslandi verið að ryðja brautina með því að takast á við mismunun, fjarlægja hindranir fyrir starfsframa kvenfólks og opnað umræðuna um hluti sem hafa verið tabú eins og t.d. tíðahvörf og legslímuflakk.


„Það sem skiptir máli er að hvert og eitt fyrirtæki á listanum hefur hlotið hrós frá konum í eigin starfsliði gegnum nafnlausa endurgjöf, sem segir okkur að vinnustaður þeirra hafi framar öllu lagt áherslu á að tryggja að konur njóti sanngirni hvað varðar viðurkenningar, þjálfun og möguleika á stöðuhækkunum.


Kynntu þér lístann í heild sinni hér

13. apríl 2025
AÞ-Þrif skipar nú efsta sætið á nýjum lista Great Place To Work á Íslandi yfir Frábæra vinnustaði fyrir konur 2025 í flokki stærri fyrirtækja og er þetta annað árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þessa vottun. AÞ-Þrif er þjónustufyrirtæki sem sér um allar almennar hreingerningar hjá fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum; allt frá skólum upp í gagnaver. Fyrirtækið er á meðal þeirra stærstu hér á landi í þessari atvinnugrein og hjá því starfa nú um 250 manns, þar af eru hátt í 70% konur og 90% starfsfólks er af erlendum uppruna og kemur frá yfir 30 þjóðlöndum.
9. febrúar 2025
Great Place to Work hefur birt nýjan lista yfir Frábæra vinnustaði fyrir vellíðan starfsfólks™ á Íslandi. Listinn inniheldur fyrirtæki sem hafa náð árangri í að láta starfsfólk sitt upplifa mikla vellíðan á sínum vinnustað.
13. desember 2024
Ef þú ert sérfræðingur í mannauðsmálum veistu hversu mikilvægt er að gera kannanir meðal starfsfólksins. Þú veist líka að það er hægt að gera of mikið af því góða. Þú ert réttilega varkár og jafnvel er smá ótti í þér við að keyra of margar starfsmannakannanir. Kannski ertu meira að segja að íhuga nýjan hugbúnað fyrir starfsmannakannanir til að straumlínulaga ferlið og mæta betur þörfum fyrirtækisins.
13. desember 2024
Að skapa viðurkenningarmenningu snýst ekki bara um góðan fíling. Það snýst um að skapa lifandi menningu með fólk í fyrirrúmi sem endurómar á öllum sviðum fyrirtækisins. Að fagna þessum augnablikum byggir upp gleði, félagsanda og djúpa tilfinningu fyrir stolti og því að tilheyra sem skilar sér í meiri þátttöku og vellíðan fyrir alla.
Show More