Viðtöl við vinnustaði

Sjáðu upplifanir vinnustaða

með eigin augum.

Sjá meira
quotesArtboard 1 copy 2

AÞ Þrif

"AÞ-Þrif er með starfsfólk frá meira en 30 þjóðernum og hér eru 65% konur. Konur eru í meirihluta ef litið er á stjórnendur sem eru með mannaforráð og er auðvelt að segja að hér starfa margar hörkuduglegar konur. 


Við reynum alltaf að hvetja til innanhúsráðninga í stjórnendastöður en eins erum við virk í vinnustaðagreiningum til þess að passa að við séum að tryggja jafnrétti á öllum sviðum og vera stöðugt vakandi fyrir því hvernig við getum gert enn betur."

Dagbjört Una Helgadóttir

Mannauðsstjóri - AÞ-Þrif

Lesa meira
quotesArtboard 1 copy 2

BYKO

Við tökum glöð og auðmjúk við þeirri viðurkenningu að vera frábær vinnustaður fyrir konur. BYKO starfar í geira sem í gegnum tíðina hefur verið litið á sem karllægan geira og er það okkar samfélagslega ábyrgð að sýna fordæmi og hvetja aðra til þess að stuðla að vinnustaðamenningu þar sem öll kyn geta notið sín. 


Við trúum því að aukinn fjölbreytileiki í hópi starfsfólks muni leiða okkur að betri árangri. BYKO er stórt félag og getur því haft töluverð áhrif á framþróun jafnréttis- og fjölbreytileikamála innan smásölu og byggingariðnaðarins.

Sigurður B. Pálsson,

forstjóri BYKO

Lesa meira
quotesArtboard 1 copy 2

CCP

"Fjölbreytileiki starfsmannahópsins í skapandi atvinnugrein eins og okkar er mjög mikilvægur og hefur áhrif á það hvernig við vinnum saman, hvernig tölvuleiki við hönnum, hvernig vinnustaðamenningu við kjósum og hvernig samband við eigum við viðskiptavini og samstarfsaðila okkar hvaðanæva úr heiminm.


Við trúum því að einsleitni leiði til stöðnunar, en fjölbreytileiki til sköpunar. Þess vegna leggjum við okkur fram um að skapa sveigjanlegan, sanngjarnan en skemmtilegan vinnustað þar sem öllum líður vel. Við leitumst við að allir starfsmenn fái notið hæfileika sinna sín í starfi, fái að glíma við skemmtileg en stundum erfið verkefni og njóta launa og framgangs í starfi án tillits til kyns, þjóðernis, eða annarra þátta sem alla jafna aðgreina fólk. Þar að auki mælist hvorki kynbundinn né þjóðernis-tengdur launamunur hjá CCP. 


Þetta hefur nú skilað okkur þeim árangri að konur hjá CCP telja að fyrirtækið uppfylli þau viðmið sem GPTW gerir um góðan vinnustað fyrir konur. Við erum sannfærð um að það sem er gott fyrir konur sé gott fyrir alla og tökum mjög stolt og glöð við tilnefningunni, ákveðin í því að gera góðan vinnustað enn betri."

Erna Arnardóttir,

VP of People hjá CCP

Lesa meira
quotesArtboard 1 copy 2

DHL

Markmið DHL Express er að vera góður vinnustaður fyrir alla, sama hvaða kyn fólk kýs sér.


Við vinnum markvisst að því að jafna kynjahlutfall innan fyrirtækisins og framkvæmdarstjórnar DHL Express, en í dag er um 30% af framkvæmdarstjórn konur.


DHL Express global hefur innleitt prógramm DHL4HER sem tileinkað er því að auka kynjahlutdeild innan fyrirtækisins og einnig til þess að auka hlutfall kvenna í stjórnendastöðu innan DHL samsteypunnar. Með því er verið að astoða kvenfólk um allan heim að nýta sýna þekkingu og menntun í starfi og aðstoða við frekari þjálfun og fræðslu ef þarf.

Gyða Halldórsdóttir,

Mannauðssérfræðingur - DHL

Lesa meira
quotesArtboard 1 copy 2

Orkan

"Við erum stolt að hafa hlotið viðurkenninguna Great Place to Work og ekki síður ánægð á vera á kvennalistunum Great Place to Work for Women.


Okkar markmið er að Orkan sé eftirsóknarverður vinnustaður en það hefur margoft verið sýnt fram á að fyrirtæki með jafnt kynjahlutfall skilar betri fjárhagslegri afkomu og því er þessi viðurkenning okkur mjög dýrmæt og hvatning til áframhaldandi góðra verka. 


Orkan er stolt af því að eiga sterkar fyrirmyndir á öllum sviðum. Það er sameiginlegt hlutverk allra að skapa jákvæða menningu á vinnustað og vinnugleði þar sem rödd allra fær að skína. Við erum orkumikil og leggjum okkur fram við að vera snjöll og næs í daglegu starfi. 


Með öllum ólíku Orkuboltunum okkar verður til sterka liðsheild og með skýra sýn má svo sannarlega segja að framtíðin sé bleik og orkumikil."

Hörður Ingi Þorbjörnsson,

Mannauðsstjóri - Orkan

quotesArtboard 1 copy 2

Sahara

"Við erum stolt að hljóta viðurkenninguna Frábær vinnustaður fyrir konur árið 2024 frá Great Place To Work. Viðurkenningin gefur okkur staðfestingu á þeirri góðu vinnu sem hefur átt sér stað hjá Sahara og hvetur okkur til að halda áfram á þessari vegferð.


Viðskiptavinir okkar koma úr ólíkum geirum, þar sem þarfir þeirra og markmið eru mismunandi. Þetta fjölbreytta umhverfi felur í sér spennandi áskoranir og leggjum við því ríka áherslu á teymisvinnu þar sem teymin eru samsett af ólíkum einstaklingum, þar sem allir fá jöfn tækifæri að láta rödd sína heyrast. 


Þannig náum við árangri fyrir viðskiptavini okkar, en einnig opnum við á tækifæri fyrir starfsmenn að takast á við mismunandi áskoranir sem eflir þau í starfi. 


Við trúum því heilshugar og þekkjum af eigin reynslu að með því að nálgast verkefnin með þessari skýru stefnu og hugarfari að við eigum eftir að ná betri árangri fyrir viðskiptavini okkar og fyrirtækið í heild sinni."

Sigurður Svansson

Framkvæmdastjóri - Sahara

Lesa meira