Fyrirtækjamenning – merking, kostir og mismunandi stefnur
6. desember 2021

Ef þú biður tíu manneskjur að segja þér hvað einkennir fyrirtækjamenningu færð þú líklega 15 mismunandi svör. Great Place To Work hefur náð að rýna í og aðgreina þá þætti sem standa á bak við fyrirtækjamenningu með 30 ára reynslu af því að hlusta á starfsmenn fyrirtækja lýsa vinnuanda.
Hvað er fyrirtækjamenning?
Fyrirtækjamenning er ekki hvað er gert á vinnustaðnum heldur
hvernig það er gert. Hegðunarmynstur og gildi, sem saman mynda jákvæða upplifun og andrúmsloft fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini.
Það sem er skoðað þegar verið er að leggja mat á menningu fyrirtækis, eru bæði samskipti í rituðu og töluðu mál milli starfsmanna, eins er rýnt í hegðun mannauðs innan veggja stofnunninar.
Fyrirtækjamenning er nánast áþreyfanleg, jafnvel þó þú sért utanaðkomandi, finnur maður oft fyrir henni með því að taka eftir hvernig starfsfólkið nær augnsambandi eða heilsar manni, hvort þér séð boðið kaffi og svona mætti lengi telja.
Hvernig best er að bera kennsl á þína menninguna innan fyrirtækisins?
Besta leiðin til að greina menninguna í þínu fyrirtæki er að spyrja starfsfólkið, nýta sér til dæmis tól eins og nafnlausar kannanir eins og
Emprising.
Afþreying og hlunnindi í frítíma líkt og fúsballborð hjálpa til við að móta fyrirtækjamenningu, þó þau séu eru ekki stærsti hluti hennar, en eru þó hluti af því sem gerir vinnustað frábæran með því að stuðla að því hvernig starfsfólkið upplifir hann.
Hvaðan kemur skipulagið?
Mikilvægir þættir í strúktúr fyrirtækjamenningar:
- Hvernig starfsfólk tjáir sig hvert við annað
- Hvernig ákvarðanir eru teknar
- Hvernig fólk er ráðið, hækkað í ábyrgðar stöðum eða því sagt upp
- Hvernig framlag starfsfólk er viðurkennt
- Hvernig starfsfólk fagnar vinnu sinni og öðrum sigrum innan fyrirtækisins
Öll fyrirtæki gera þessa hluti með einhverjum hætti, það sem sker út um hvernig starfsmenn upplifa þá er hvernig þeim er hrint í framkvæmd og það kann að skipta sköpum.
Af hverju er skiptir fyrirtækjamenning máli?
Menningin hefur bein áhrif frammistöðu fyrirtækisins á að minnsta kosti fjórum mikilvægum sviðum:
1. Hagnað
Samkvæmt rannsóknum Great Place to Work hefur árlegur hagnaður 100 bestu fyrirtækja Great Place to Work aukist um 1709% frá árinu 1998, í samanburði við 526% annara meðalfyrirtækinu á sama tímabili.
2. Minni
starfsmannavelta
Þegar starfshópurinn er fjölbreyttur og vinnustaðamenningin gerir alla velkomna, má búast við hækkandi starfsaldri. Aldamótakynslóðin (millennials) er til dæmis 11 sinnum líklegri til að hætta í vinnunni en fólk af X-kynslóðinni ef þau vinna ekki fyrir tækifærum og vellíðan í vinnunni.
3. Nýsköpun
Ef starfsmenn finna fyrir að fyrirtækjamenningin sé opin fyrir nýjungum eru meiri líkur á því að þau deili hugmyndum og séu tilbúin til að aðlagast breytingum.
4. Þjónusta við viðskiptavini
Rannsóknir sýna að ánægja hjá starfsfólk leiðir af sér skilvirkni, sköpunargleði og vinnusemi, og það skilar sér einnig til viðskiptavina. Til að mynd eru viðskiptavinir fyrirtækja sem eru vottuð af Great Place to Work 32% líklegri en annara til að telja þjónustuna framúrskarandi.
4 leiðir til að byggja upp skilvirka fyrirtækjamenningu
1. Byggðu á sterkum grunni
Fyrirtæki eru aldrei of stór eða smám til að byrja að huga að fyrirtækjamenningu, sama hvort þau eru með fimm starfsmenn eða 50 liggur, væri grunnpunturinn sá að hefja samtalið og byggja ofan á þær upplýsingar sem úr því safnast.
2. Skilgreindu mörk
Menningin verður ekki á einni nóttu, eftir að hafa öðlast skilning á því sem áður var eða er, þarf að miðla þeim aðgerðum sem fyrirtækið hyggst fara í. Hvernig viljum við að starfsfólkið upplifi sig og hvað viljum við að viðskiptavinir segi um fyrirtækið? Hvers konar hegðun er eftirsóknarverð og hvaða hegðun er ekki liðin?
3. Vertu til fyrirmynd
Yfirmenn þurfa hér að fara fram á góð fordæmi í samræmi við fyrirfram mótaða sýn, standa vörð um ákveðnar reglur og byggja þannig upp þá menningu sem stefnt er að. Það skiptir litlu hvað er hengt upp á vegg ef að yfirstjórnin hegðar sér ekki í samræmi við það. Hegðun skilgreinir þau markmið sem sett hafa verið og gildi sem lagt er upp með, hvaða skilning er til dæmis lögð í hugtök eins og hreinskilni eða dugnaður? Með hverri einustu aðgerð ertu annaðhvort að byggja upp, brjóta niður eða endurbyggja traust, svo það er um að gera að vanda sig og skipuleggja sig vel.
4. Mælanlegur árangur
Að því sögðu, þó menn vandi sig við breytingar er nauðsynlegt að fá reglulega álit frá starfsfólki um það hvort það telji aðgerðir vera skapa þá fyrirtækjamenningu sem lagt var um með. Oft er besta leiðin til að ná settu markmiði líka að stuðla til opna samræður við starfsmenn hvort það séu einhverjar tillögur til að bæta menninguna en frekar.

AÞ-Þrif skipar nú efsta sætið á nýjum lista Great Place To Work á Íslandi yfir Frábæra vinnustaði fyrir konur 2025 í flokki stærri fyrirtækja og er þetta annað árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þessa vottun. AÞ-Þrif er þjónustufyrirtæki sem sér um allar almennar hreingerningar hjá fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum; allt frá skólum upp í gagnaver. Fyrirtækið er á meðal þeirra stærstu hér á landi í þessari atvinnugrein og hjá því starfa nú um 250 manns, þar af eru hátt í 70% konur og 90% starfsfólks er af erlendum uppruna og kemur frá yfir 30 þjóðlöndum.

Great Place to Work hefur birt nýjan lista yfir Frábæra vinnustaði fyrir konur™ á Íslandi. Listinn inniheldur fyrirtæki sem vilja tryggja eðlilegt jafnvægi milli kvenna og karla á öllum sviðum; ryðja úr vegi hindrunum fyrir þróun kvenna í starfi og skapa vinnuumhverfi þar sem allt starfsfólk, óháð kyni, getur blómstrað.

Ef þú ert sérfræðingur í mannauðsmálum veistu hversu mikilvægt er að gera kannanir meðal starfsfólksins. Þú veist líka að það er hægt að gera of mikið af því góða. Þú ert réttilega varkár og jafnvel er smá ótti í þér við að keyra of margar starfsmannakannanir. Kannski ertu meira að segja að íhuga nýjan hugbúnað fyrir starfsmannakannanir til að straumlínulaga ferlið og mæta betur þörfum fyrirtækisins.