11 kostir þess að fá vottun hjá Great Place To Work™
CLAIRE HASTWELL • okt. 13, 2023

Fyrir mannauðsstjóra er fátt sem er jafn stór rós í hnappagatið og að hljóta vottun Great Place To Work™ . Það sýnir bæði inn á við og út á við að þeir hafa skapað fyrirtækjamenningu sem starfsmenn elska.


En vottun er meira en bara glansandi merki. Þarftu að sannfæra yfirmanninn þinn? Við erum til staðar og tilbúin til að ráðleggja þér hvernig þú getur komið fyrirtækjamenningu þíns fyrirtækis á kortið.


1. Fáðu hæfasta starfsfólkið til starfa og auktu samþykktir atvinnutilboða

„90% nýrra starfsmanna okkar sögðu að Great Place To Work-Certification™ væri lykilatriðið í vali á IDOC sem vinnustað,“ sagði Nella Gonzalez, mannauðsstjóri hjá IDOC.


Frábær fyrirtækjamenning er nú ein af forsendum atvinnuleitenda í vali á vinnustað. Vottunin frá Great Place to Work eykur traust þeirra til fyrirtækisins og vegur þungt þegar borin eru saman atvinnutilboð.


Vottun sýnir fram á að núverandi starfsmenn styðji menningu fyrirtækisins og stjórn þess. Hún segir umsækjendum að starfsmenn finni fyrir stuðningi í starfi og myndu mæla með vinnustað sínum við aðra.

2. Mældu og bættu fyrirtækjamenningu þína út frá sérstakri tölfræði


Vottun byggir að mestu leyti á niðurstöðum úr Trust Index™ könnuninni sem er staðlað kerfi til að mæla upplifun starfsmanna.


Úr niðurstöðum starfsmannakönnunarinnar færðu ítarlega greiningu á

fyrirtækjamenningu vinnustaðarins þíns. Þú færð innsýn í þætti á borð við hvort starfsmenn telji að sanngirni ríki á vinnustaðnum, hvort þeim líði sem þeir tilheyri þar, og hvernig þeir upplifa stjórnendur.


Könnunargreiningarskrefið í vottun sýnir þér hið sanna

sjónarhorn fólksins þíns og gefur þér skýra sýn á styrkleika

menningar þinnar og tækifærissvið.

3. Sýndu heiðursmerki þitt með stolti


„Við kynnum Vottun okkar hvar sem við getum. Við bendum á að við erum vottuð í öllum ráðningarherferðum okkar. Hún er sýnileg allt frá bakgrunni okkar á Teams til mánaðarlegra samstarfskannana okkar,“ segir Heidi Burns, framkvæmdastjóri markaðs- og upprunaþróunar hjá Flagship Credit Acceptance.


Hvert fyrirtæki sem er vottað fær stafrænt vottunarmerki. Þú getur notað það allt árið til að minna starfsmenn, samstarfsaðila og almenning á árangur þinn.


Mörg fyrirtæki setja merkið á samfélagsmiðla og tölvupóstundirskriftir, prenta það á varning og sýna það með stolti á starfstilkynningum sínum.



4. Fáðu gjaldgengi í verðlaun fyrir bestu fyrirtækjamenninguna

Þegar fyrirtækið þitt hefur verið vottað kemur þú sjálfkrafa til greina á lista okkar yfir bestu vinnustaðina.


Til dæmis, Bestu Vinnustaðir á Íslandi™ , Bestu Vinnustaðir í Evrópu™ , Bestu Vinnustaðir fyrir Konur™, Bestu Vinnustaðir í Tækni™, Bestu Vinnustaðir í Ferðaþjónustu™, og Bestu Vinnustaðir í Smásölu™.


5. Komdu fram á vefsíðunni okkar


Sérhvert vottað fyrirtæki fær prófílsíðu á vefsíðunni Great Place

To Work. Þú getur deilt fyrirtækjaupplýsingum og hvers kyns

annarri viðurkenningu sem þú færð á lista yfir bestu vinnustaðina.


Vottuð fyrirtæki setja oft hlekk á prófílinn sinn á starfssíðuna sínatil að veita staðfestingu á framúrskarandi fyrirtækjamenningu þeirra.

6. Byggja upp stolt starfsmanna


„Vottaða fyrirtækismenningin okkar er sláandi hjarta fyrirtækisins,“ segir Salesforce við okkur. „Hún er það sem hjálpar okkur ekki einungis að laða að frábært starfsfólk heldur einnig að byggja upp stolt og traust hjá starfsfólki okkar.“


Allir starfsmenn vilja vera hluti af einhverju sérstöku. Að fá vottun frá Great Place To Work byggir upp stolt meðal starfsmanna þinna.

7. Styrktu gildi og menningu fyrirtækisins


„Fólk er það sem þú segir því að það sé. Ef þú segir einhverjum

að hann sé frábær og verðugur mun sá inn sami hafa allt kapp á að verðafrábær og verðugur. Ef þú heldur áfram að segja starfsfélögum

þínum að vinnustaðurinn þinn sé frábær staður til að vinna á munu þeir halda áfram að gera fyrirtækið þitt að frábærum vinnustað,“ útskýrir Heidi.


Að auka vitund um vottun þína hjá núverandi starfsmönnum er

svipað og að efla gildi fyrirtækisins þíns, verkefni og menningu.Vottun sýnir fram á að fyrirtækið þitt sé fyrirtæki sem er annt um fyrirtækismenningu sína. Fyrirtæki sem setur fólk í fyrsta sæti.


Þar sem skoðanir starfsmanna ráða niðurstöðunum er það

áminning um að fyrirtækið þitt er frábær vinnustaður.

8. Gakktu til liðs við samfélag frábærra vinnustaða


Þegar þú gengur í vottaða klúbbinn seturðu nafnið þitt við

hlið Bestu Vinnustaði Heimsins . Þú færð líka að taka þátt í sýndar-vinnustaðaveislu um allan heim á Alþjóðlega Vottunardeginum .



Fagnaðu fólkinu þínu, tengdu við fyrirtæki með sama hugarfar

og tístu menningarstoltinu þínu til heimsins!


9. Gerðu hluthafa, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila í

viðskiptum glaða


„Allar rannsóknir sýna að stofnanir sem hafa tilgang, og þar sem

fólk er í takt við þann tilgang, eru farsælli og fólk þeirra lifir virkara og hamingjusamara lífi,“ segir forstjóri GBCA, Davina Rooney.


Það er rétt hjá Davina. Fjárfestar og aðrir hagsmunaaðilar krefjast þess að fyrirtæki stundi sanngjörn og sjálfbær viðskipti - og þeir vilja tryggja að söluaðilar þeirra geri slíkt hið sama.


Vottun er skilvirk leið til að gefa til kynna „ESG“ á vinnustaðnum –staðfestingu frá þriðja aðila um að fyrirtækið þitt komi vel fram við fólkið sitt.


Eins og Davina segir, „Það er mikilvægt að fólk viti að það gerir

það sem það segir á dósinni.·


10. Fagnaðu sem lið


Það er sannað að viðurkenning eykur varðveislu starfsmanna,

þátttöku starfsmanna og skynjun á sanngirni á vinnustað.



Að fá vottun er fagnaðarerindi - ástæða til að þakka

starfsmönnum þínum. Safnaðu liðinu þínu í kringum þennan

sigur og fagnaðu – við höfum 21 hugmyndir handa þér .


11. Skapa velvirði og traust starfsmanna


Mörgum fyrirtækjum þykir það skapa velvilja að biðja starfsmenn

um að taka þátt í könnun um starfsreynslu þeirra. Starfsmenn

kunna að meta að fá tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri.


Áframhaldandi hlustun er endurtekið þema meðal 100 Best Companies to Work For® . Þegar framkvæmdastjórnin

einbeitir sér greinilega að því að skapa frábæra vinnustaðamenningu og heldur áfram að safna svörum starfsmanna vita starfsmenn að hamingja þeirra er forgangsverkefni.


Velgengni hefst hér

Eins og þú sérð er viðurkenning aðeins einn hluti af vottun.

Gerðu starfsmenn þína stolta, finndu besta starfsfólkið og

bættu starfsmannastefnu þína. Lærðu hvernig á að fá vottun á heimasíðunni okkar.

21 Apr, 2024
Great Place To Work hefur gefið út nýjan topplista yfir frábæra vinnustaði á Íslandi, bæði meðal stórra og lítilla fyrirtækja. GPTW er alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu og hefur gefið út topplista yfir bestu fyrirtæki landsins undanfarin fjögur ár. CCP er í efsta sæti yfir stór fyrirtæki hjá GPTW, AÞ Þrif er í öðru sæti og í því þriðja er DHL. Smitten er í efsta sæti yfir lítil fyrirtæki, Kolibri er í öðru sæti og Sahara í því þriðja, eins og kemur fram í tilkynningu.
11 Aug, 2023
Það sem sérhver stofnun getur gert í dag – innbyrðis og ytra – til að styðja hinsegin starfsmenn.
Eftir Shalagh Fredericks 27 Jul, 2023
Innan við ár fór xDesign upp um meira en 30 sæti yfir í 1. sæti í Bretlandi sem besti vinnustaður fyrir vellíðan™ (Stór stærðarflokkur). Hér að neðan deilum við nokkrum af lykilþáttum starfsreynslu þeirra sem hjálpuðu til við að hækka stig þeirra til að ná þessum ótrúlega árangri. Fyrirtækið
Eftir Shalagh Fredericks 23 May, 2023
Vottun veitir fyrirtækjum ráðningarforskot með því að hjálpa frábærum vinnustöðum að laða að fleiri umsækjendur og stytta tímann sem það tekur að ráða í stöður en óviðurkenndir vinnuveitendur. Við ræddum nýlega við Jenny Temenu, starfsmannastjóra hjá Ayming UK, til að komast að því hvernig fyrirtækið hefur tekið upp Great Place To Work viðurkenningu sína í ráðningum sínum. Fyrirtækið
Show More
Share by: