Þrír þættir í starfsmannahaldi sem skera úr allra bestu vinnustaðina
5. janúar 2022

Hvaða áherslur eru það sem gera það að verkum að tilteknir vinnustaðir skara fram úr öðrum? Samkvæmt lista Fortune yfir bestu vinnustaðina 2021 voru það sérstaklega þrír þættir:


  • Hvernig starfsfólk tjáir sig hvert við annað
  • Hvernig ákvarðanir eru teknar
  • Hvernig fólk er ráðið, hækkað í ábyrgðar stöðum eða því sagt upp


Sérstök hlunnindi hjá Hilton


  • Hjá bestu vinnustöðunum, sögðu 85% starfsmanna að þeir fengu sérstök fríðind
  • Í samanburði við uþb 68% á öðrum vinnustöðum


Þó að mörg fyrirtæki í hótelbransanum hafi sagt upp fólki og dregið úr hlunnindum starfsfólks vegna COVID-19 á árunum 2020 og 2021, ákvað Hilton-keðjan að koma til móts við starfsfólk sitt með ýmsum hætti. Það fékk til að mynda áfram heilbrigðistryggingu og fæðingarorlofsbætur meðan það var í tímabundnum leyfum auk þess sem Hilton hjálpaði þeim sem þeir neyddust til að segja upp störfum með að finna aðrar vinnur, og skapaði með því milljón ný störf um allan heim.



Þjálfun og þróun hjá Atlassian: Byrjar áður en starfsmaðurinn hefur störf


  • Hjá bestu vinnustöðunum segja 84% starfsmanna að þeim standi til boða þjálfun sem hjálpi þeim að vaxa í starfi
  • Hjá fyrirtækjum sem komast ekki á listann er hlutfallið rúmlega 70%


Hugbúnaðarfyrirtækið Atlassian býður ekki aðeins upp á þjálfun fyrir starfsfólk sem þrá að vaxa í starfi heldur líka vongóðum verðandi starfsmönnum! Þeir hafa sett upp heimasíðu þar sem fólk getur lesið sig til um hvað þarf til þess að komast í draumastarfið og hvernig best sé að bera sig að í umsóknarferlinu. Þegar að COVID-19 skall á breyttu þeir síðan umfangsmiklu þjálfunarferli nýrra starfsmanna yfir í fjarþjálfun á örskömmum tíma.



Sérstök viðurkenning DHL: Starfsmenn gera meira en að vinna


Mikilvægir þættir í strúktúr fyrirtækjamenningar:


  • Hjá bestu vinnustöðunum segjast 82% starfsmanna að allir eigi að tækifæri á að fá sérstaka viðurkenningu
  • Á vinnustöðum sem ekki náðu inn á listan eru það einungis 69% 


Hjá DHL skiptir ekki bara máli hvað þú skilar af þér í vinnunni heldur er ávallt möguleiki á að fá viðurkenningu fyrir það sem þú gerir utan starfsins. Starfsmenn eru til dæmis hvattir til þess að deila sögum af sjálfboðaliða- eða góðgerðarstarfi sem þeir sinna utan vinnunnar. Nokkrir þeirra eru svo útvaldir af DHL og fyrirtækið gefur háar fjárhæðir til málstaða sigurvegaranna. Þá er haldin sérstök hæfileikakeppni starfsmanna þar sem þeir geta látið ljós sitt skína á sviðum sem tengjast ekki vinnunni.

13. apríl 2025
AÞ-Þrif skipar nú efsta sætið á nýjum lista Great Place To Work á Íslandi yfir Frábæra vinnustaði fyrir konur 2025 í flokki stærri fyrirtækja og er þetta annað árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þessa vottun. AÞ-Þrif er þjónustufyrirtæki sem sér um allar almennar hreingerningar hjá fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum; allt frá skólum upp í gagnaver. Fyrirtækið er á meðal þeirra stærstu hér á landi í þessari atvinnugrein og hjá því starfa nú um 250 manns, þar af eru hátt í 70% konur og 90% starfsfólks er af erlendum uppruna og kemur frá yfir 30 þjóðlöndum.
6. mars 2025
Great Place to Work hefur birt nýjan lista yfir Frábæra vinnustaði fyrir konur™ á Íslandi. Listinn inniheldur fyrirtæki sem vilja tryggja eðlilegt jafnvægi milli kvenna og karla á öllum sviðum; ryðja úr vegi hindrunum fyrir þróun kvenna í starfi og skapa vinnuumhverfi þar sem allt starfsfólk, óháð kyni, getur blómstrað.
9. febrúar 2025
Great Place to Work hefur birt nýjan lista yfir Frábæra vinnustaði fyrir vellíðan starfsfólks™ á Íslandi. Listinn inniheldur fyrirtæki sem hafa náð árangri í að láta starfsfólk sitt upplifa mikla vellíðan á sínum vinnustað.
13. desember 2024
Ef þú ert sérfræðingur í mannauðsmálum veistu hversu mikilvægt er að gera kannanir meðal starfsfólksins. Þú veist líka að það er hægt að gera of mikið af því góða. Þú ert réttilega varkár og jafnvel er smá ótti í þér við að keyra of margar starfsmannakannanir. Kannski ertu meira að segja að íhuga nýjan hugbúnað fyrir starfsmannakannanir til að straumlínulaga ferlið og mæta betur þörfum fyrirtækisins.
Show More