Ingi­björg ráðin við­skipta­stjóri Great Place to Work
jan. 15, 2023

Ingi­björg Ýr Kalatschan hefur verið ráðin við­skipta­stjóri hjá Great Place to Work sem er al­þjóð­leg stofnun um vinnu­staða­menningu. GPTW hefur gefið út topp­lista yfir bestu fyrir­tæki landsins undan­farin þrjú ár.


Ingi­björg hefur undan­farin ár starfað er­lendis m.a. hjá Austin Mon­tessori skóla í Texas, höfuð­stöðvum URS Cor­por­ation í San Francisco og banda­ríska sendi­ráðinu í Búda­pest. Hún er með BA í ensku, bók­menntum og skapandi skrifum frá Uni­versity of Central Okla­homa. Hún stundar nú MBA nám við Há­skólann í Reykja­vík. Ingi­björg er ný­flutt heim til Ís­lands og verður með að­setur hér á landi í starfi sínu fyrir GPTW.


,,Ég er mjög spennt fyrir þessu nýja starfi hjá Great Place To Work sem býður upp á ein­falda leið til að kanna starfs­á­nægju og finna leiðir til úr­bóta. Þegar ég bjó í Banda­ríkjunum notaði ég alltaf lista þeirra yfir bestu vinnu­staðina þegar þeir komu út á hverju ári, sér­stak­lega bestu vinnu­staði fyrir konur. Við munum ein­mitt út­nefna bestu vinnu­staðina fyrir konur hér á Ís­landi á næsta ári sem verður mjög á­huga­vert. Við erum nú þegar að vinna með nokkrum öflugum fyrir­tækjum eins og BYKO, CCP Games, DHL Express, Flug­ger og Sahara. Okkur hefur einnig verið afar vel tekið hjá mun fleiri fyrir­tækjum hér á landi þannig að það eru spennandi tímar fram undan," segir Ingi­björg.


,,Fyrir­tæki og vinnu­staðir snúast al­mennt í raun meira um fólk og vinnu­staða­menningu. Við eyðum meiri hluta vikunnar í vinnu og þar af leiðandi hefur það djúp á­hrif á lífið okkar. Það ber að hrósa þeim fyrir­tækjum sem leggja á­herslu á að vera sem bestur vinnu­staður fyrir starfs­menn sína. Það verður gaman að sjá sí­fellt fleiri ís­lensk fyrir­tæki fá viður­kenningu ekki bara á lands­vísu heldur einnig á heims­vísu," segir hún enn fremur.

Fáðu viðurkenningu fyrir frábæran vinnustað

Komdu einstakri vinnustaðamenningu þinni á framfæri við heiminn


Fyrirtæki sem vilja komast á listann yfir Bestu vinnustaðina byrja á því að fá vottun Great Place to Work™. Í vottunarferlinu söfnum við endurgjöf starfsfólks og upplýsingum um aðferðir og stefnu sem aðgreina þinn vinnustað frá öðrum.


NÁNAR
21 Apr, 2024
Great Place To Work hefur gefið út nýjan topplista yfir frábæra vinnustaði á Íslandi, bæði meðal stórra og lítilla fyrirtækja. GPTW er alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu og hefur gefið út topplista yfir bestu fyrirtæki landsins undanfarin fjögur ár. CCP er í efsta sæti yfir stór fyrirtæki hjá GPTW, AÞ Þrif er í öðru sæti og í því þriðja er DHL. Smitten er í efsta sæti yfir lítil fyrirtæki, Kolibri er í öðru sæti og Sahara í því þriðja, eins og kemur fram í tilkynningu.
Eftir CLAIRE HASTWELL 13 Oct, 2023
Fyrir mannauðsstjóra er fátt sem er jafn stór rós í hnappagatið og að hljóta vottun Great Place To Work™ . Það sýnir bæði inn á við og út á við að þeir hafa skapað fyrirtækjamenningu sem starfsmenn elska. En vottun er meira en bara glansandi merki. Þarftu að sannfæra yfirmanninn þinn? Við erum til staðar og tilbúin til að ráðleggja þér hvernig þú getur komið fyrirtækjamenningu þíns fyrirtækis á kortið. 1. Fáðu hæfasta starfsfólkið til starfa og auktu samþykktir atvinnutilboða
11 Aug, 2023
Það sem sérhver stofnun getur gert í dag – innbyrðis og ytra – til að styðja hinsegin starfsmenn.
Eftir Shalagh Fredericks 27 Jul, 2023
Innan við ár fór xDesign upp um meira en 30 sæti yfir í 1. sæti í Bretlandi sem besti vinnustaður fyrir vellíðan™ (Stór stærðarflokkur). Hér að neðan deilum við nokkrum af lykilþáttum starfsreynslu þeirra sem hjálpuðu til við að hækka stig þeirra til að ná þessum ótrúlega árangri. Fyrirtækið
Show More
Share by: