Ingi­björg ráðin við­skipta­stjóri Great Place to Work
15. janúar 2023

Ingi­björg Ýr Kalatschan hefur verið ráðin við­skipta­stjóri hjá Great Place to Work sem er al­þjóð­leg stofnun um vinnu­staða­menningu. GPTW hefur gefið út topp­lista yfir bestu fyrir­tæki landsins undan­farin þrjú ár.


Ingi­björg hefur undan­farin ár starfað er­lendis m.a. hjá Austin Mon­tessori skóla í Texas, höfuð­stöðvum URS Cor­por­ation í San Francisco og banda­ríska sendi­ráðinu í Búda­pest. Hún er með BA í ensku, bók­menntum og skapandi skrifum frá Uni­versity of Central Okla­homa. Hún stundar nú MBA nám við Há­skólann í Reykja­vík. Ingi­björg er ný­flutt heim til Ís­lands og verður með að­setur hér á landi í starfi sínu fyrir GPTW.


,,Ég er mjög spennt fyrir þessu nýja starfi hjá Great Place To Work sem býður upp á ein­falda leið til að kanna starfs­á­nægju og finna leiðir til úr­bóta. Þegar ég bjó í Banda­ríkjunum notaði ég alltaf lista þeirra yfir bestu vinnu­staðina þegar þeir komu út á hverju ári, sér­stak­lega bestu vinnu­staði fyrir konur. Við munum ein­mitt út­nefna bestu vinnu­staðina fyrir konur hér á Ís­landi á næsta ári sem verður mjög á­huga­vert. Við erum nú þegar að vinna með nokkrum öflugum fyrir­tækjum eins og BYKO, CCP Games, DHL Express, Flug­ger og Sahara. Okkur hefur einnig verið afar vel tekið hjá mun fleiri fyrir­tækjum hér á landi þannig að það eru spennandi tímar fram undan," segir Ingi­björg.


,,Fyrir­tæki og vinnu­staðir snúast al­mennt í raun meira um fólk og vinnu­staða­menningu. Við eyðum meiri hluta vikunnar í vinnu og þar af leiðandi hefur það djúp á­hrif á lífið okkar. Það ber að hrósa þeim fyrir­tækjum sem leggja á­herslu á að vera sem bestur vinnu­staður fyrir starfs­menn sína. Það verður gaman að sjá sí­fellt fleiri ís­lensk fyrir­tæki fá viður­kenningu ekki bara á lands­vísu heldur einnig á heims­vísu," segir hún enn fremur.

Fáðu viðurkenningu fyrir frábæran vinnustað

Komdu einstakri vinnustaðamenningu þinni á framfæri við heiminn


Fyrirtæki sem vilja komast á listann yfir Bestu vinnustaðina byrja á því að fá vottun Great Place to Work™. Í vottunarferlinu söfnum við endurgjöf starfsfólks og upplýsingum um aðferðir og stefnu sem aðgreina þinn vinnustað frá öðrum.


NÁNAR
13. apríl 2025
AÞ-Þrif skipar nú efsta sætið á nýjum lista Great Place To Work á Íslandi yfir Frábæra vinnustaði fyrir konur 2025 í flokki stærri fyrirtækja og er þetta annað árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þessa vottun. AÞ-Þrif er þjónustufyrirtæki sem sér um allar almennar hreingerningar hjá fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum; allt frá skólum upp í gagnaver. Fyrirtækið er á meðal þeirra stærstu hér á landi í þessari atvinnugrein og hjá því starfa nú um 250 manns, þar af eru hátt í 70% konur og 90% starfsfólks er af erlendum uppruna og kemur frá yfir 30 þjóðlöndum.
6. mars 2025
Great Place to Work hefur birt nýjan lista yfir Frábæra vinnustaði fyrir konur™ á Íslandi. Listinn inniheldur fyrirtæki sem vilja tryggja eðlilegt jafnvægi milli kvenna og karla á öllum sviðum; ryðja úr vegi hindrunum fyrir þróun kvenna í starfi og skapa vinnuumhverfi þar sem allt starfsfólk, óháð kyni, getur blómstrað.
9. febrúar 2025
Great Place to Work hefur birt nýjan lista yfir Frábæra vinnustaði fyrir vellíðan starfsfólks™ á Íslandi. Listinn inniheldur fyrirtæki sem hafa náð árangri í að láta starfsfólk sitt upplifa mikla vellíðan á sínum vinnustað.
13. desember 2024
Ef þú ert sérfræðingur í mannauðsmálum veistu hversu mikilvægt er að gera kannanir meðal starfsfólksins. Þú veist líka að það er hægt að gera of mikið af því góða. Þú ert réttilega varkár og jafnvel er smá ótti í þér við að keyra of margar starfsmannakannanir. Kannski ertu meira að segja að íhuga nýjan hugbúnað fyrir starfsmannakannanir til að straumlínulaga ferlið og mæta betur þörfum fyrirtækisins.
Show More