Bestu Vinnustaðir Íslands™️ 2023
18. apríl 2023

Nýr listi yfir bestu vinnu­staði Ís­lands hjá GPTW

Great Place To Work hefur gefið út nýjan lista yfir fimm bestu vinnustaði landsins.


Stafræna umboðsskrifstofan Kolibri er besti vinnustaður á Íslandi samkvæmt nýjum lista sem Great Place to Work hefur gefið út.


Great Place To Work hefur gefið út nýjan topp 5 lista yfir Bestu vinnustaði Íslands. GPTW er alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu og hefur gefið út topplista yfir bestu fyrirtæki landsins undanfarin fjögur ár. Vottuðum fyrirtækjum fjölgaði úr fjórum árið 2022 í 11 árið 2023.


Efstu fimm fyrirtæki landsins á listanum eru Kolibri sem er í fyrsta sæti, Smitten Dating er í öðru sæti, Tryggja í því þriðja, 1939 Games er í fjórða sæti og DHL Express í því fimmta.


,,Starfsemi Great Place To Work á Íslandi hefur vaxið mjög undanfarið ár og virðast fyrirtæki og stofnanir í auknum mæli nýta sér sérfræðiþekkingu GPTW með því að ganga til samstarfs og veita innsýn í sína vinnustaðamenningu. Great Place To Work á sér meira en 30 ára sögu og vottaði yfir 20.000 fyrirtæki á síðasta ári en er svo til nýtt á íslenskum markaði. 


Við viljum vita hvað er mikilvægt fyrir stjórnendur og hvað skiptir starfsfólkið máli og nálgumst okkar viðskiptavini með langtímasamband í huga. Við veitum ítarlega innsýn byggða á gögnum úr svörum starfsfólksins sem sýna á hvaða sviðum er verið að gera góða hluti og hvar er svigrúm til að bæta úr. Listinn yfir fimm bestu vinnustaði á Íslandi 2023 sýnir vel hvernig vinnustaðamenning skiptir máli í ólíkum atvinnugreinum,“ segir Ingibjörg Ýr Kalatschan, viðskiptastjóri GPTW á Íslandi.


Hér eru umsagnir um fimm efstu fyrirtækin á Íslandi hjá GPTW


Kolibri –

Stafræna umboðsskrifstofan Kolibri er Besti vinnustaður Íslands 2023. Þau hafa ómiðstýrðan strúktúr sem kallast „holacracy“ sem þýðir „engir yfirmenn“. Gagnsæi launa og jafnt kynjahlutfall gerir vinnustaðinn frábæran að sögn starfsfólksins.


Smitten Dating –

Lífleg skrifstofa þar sem starfsfólkið hittist á hverjum morgni í kaffi og spjall um allt nema vinnuna. Smitten býr að orku, sköpunargleði og jafnvægi vinnu og einkalífs.


Tryggja ehf. –

Tryggja er elsta vátryggingamiðlunin á landinu. Jafnrétti kynjanna er einkennandi fyrir vinnustaðamenninguna og traust mældist einstaklega hátt hjá Tryggja.


1939 Games –

Framsækinn, sveigjanlegur vinnustaður þar sem ríkir traust og virðing. Fyrirtæki í örum vexti með atvinnutækifæri í Reykjavík og þróunarteymi farsímaleikja í Helsinki.


DHL Express – 

Hjálpar til við að halda heiminum gangandi með áreiðanlegum flutningum. Hjá DHL skilja þau mikilvægi viðurkenndrar vottunar til að laða að hæfileikaríkt starfsfólk.

13. apríl 2025
AÞ-Þrif skipar nú efsta sætið á nýjum lista Great Place To Work á Íslandi yfir Frábæra vinnustaði fyrir konur 2025 í flokki stærri fyrirtækja og er þetta annað árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þessa vottun. AÞ-Þrif er þjónustufyrirtæki sem sér um allar almennar hreingerningar hjá fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum; allt frá skólum upp í gagnaver. Fyrirtækið er á meðal þeirra stærstu hér á landi í þessari atvinnugrein og hjá því starfa nú um 250 manns, þar af eru hátt í 70% konur og 90% starfsfólks er af erlendum uppruna og kemur frá yfir 30 þjóðlöndum.
6. mars 2025
Great Place to Work hefur birt nýjan lista yfir Frábæra vinnustaði fyrir konur™ á Íslandi. Listinn inniheldur fyrirtæki sem vilja tryggja eðlilegt jafnvægi milli kvenna og karla á öllum sviðum; ryðja úr vegi hindrunum fyrir þróun kvenna í starfi og skapa vinnuumhverfi þar sem allt starfsfólk, óháð kyni, getur blómstrað.
9. febrúar 2025
Great Place to Work hefur birt nýjan lista yfir Frábæra vinnustaði fyrir vellíðan starfsfólks™ á Íslandi. Listinn inniheldur fyrirtæki sem hafa náð árangri í að láta starfsfólk sitt upplifa mikla vellíðan á sínum vinnustað.
13. desember 2024
Ef þú ert sérfræðingur í mannauðsmálum veistu hversu mikilvægt er að gera kannanir meðal starfsfólksins. Þú veist líka að það er hægt að gera of mikið af því góða. Þú ert réttilega varkár og jafnvel er smá ótti í þér við að keyra of margar starfsmannakannanir. Kannski ertu meira að segja að íhuga nýjan hugbúnað fyrir starfsmannakannanir til að straumlínulaga ferlið og mæta betur þörfum fyrirtækisins.
Show More