AÞ Þrif fær viðurkenningu sem frábær vinnustaður árið 2023
20. apríl 2023
AÞ-Þrif ehf hefur fengið vottun sem frábær vinnustaður á Íslandi árið 2023.
„Þar sem við stækkuðum um helming á síðasta ári þá ákváðum við að fara í samstarf við Great Place to Work. Við vildum leggja ennþá meiri áherslu á mannauðsmál og sinna fólkinu okkar vel, og með því að setja sér mælanleg markmið, þá er mjög mikilvægt að gera vinnustaðagreiningu, en Great Place to Work er með frábært verkfæri til þess að geta mælt þessi markmið.”
Dagbjört Una - Mannauðsstjóri AÞ Þrif.
Fáðu viðurkenningu fyrir frábæran vinnustað
Komdu einstakri vinnustaðamenningu þinni á framfæri við heiminn
Fyrirtæki sem vilja komast á listann yfir Bestu vinnustaðina byrja á því að fá vottun Great Place to Work™. Í vottunarferlinu söfnum við endurgjöf starfsfólks og upplýsingum um aðferðir og stefnu sem aðgreina þinn vinnustað frá öðrum.

AÞ-Þrif skipar nú efsta sætið á nýjum lista Great Place To Work á Íslandi yfir Frábæra vinnustaði fyrir konur 2025 í flokki stærri fyrirtækja og er þetta annað árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þessa vottun. AÞ-Þrif er þjónustufyrirtæki sem sér um allar almennar hreingerningar hjá fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum; allt frá skólum upp í gagnaver. Fyrirtækið er á meðal þeirra stærstu hér á landi í þessari atvinnugrein og hjá því starfa nú um 250 manns, þar af eru hátt í 70% konur og 90% starfsfólks er af erlendum uppruna og kemur frá yfir 30 þjóðlöndum.

Great Place to Work hefur birt nýjan lista yfir Frábæra vinnustaði fyrir konur™ á Íslandi. Listinn inniheldur fyrirtæki sem vilja tryggja eðlilegt jafnvægi milli kvenna og karla á öllum sviðum; ryðja úr vegi hindrunum fyrir þróun kvenna í starfi og skapa vinnuumhverfi þar sem allt starfsfólk, óháð kyni, getur blómstrað.

Ef þú ert sérfræðingur í mannauðsmálum veistu hversu mikilvægt er að gera kannanir meðal starfsfólksins. Þú veist líka að það er hægt að gera of mikið af því góða. Þú ert réttilega varkár og jafnvel er smá ótti í þér við að keyra of margar starfsmannakannanir. Kannski ertu meira að segja að íhuga nýjan hugbúnað fyrir starfsmannakannanir til að straumlínulaga ferlið og mæta betur þörfum fyrirtækisins.